24.11.2009 | 10:37
uppsögn starfsfólks í bönkum vegna greiðsluaðlögunar!
Getur þetta átt að standast að hægt sé að segja fólki upp í vinnu vegna greiðsluaðlögunar? Ég veit að lögreglumenn eru undir þessi lög settir að ef þeir verða gjaldþrota eða þurfa að leita nauðarsamninga þá er þeim sagt upp störfum....þó ótrúlegt sé
En í sambandi við greiðsluaðlögunina hún fellur ekki undir gjaldþrot og eða nauðasamninga í beinum skilningi, það voru sett ný lög svo að það yrði ekki. Fólk á ekki að lenda á vanskilaskrá út af því að það fer í greiðsluaðlögunarferlið og það getur öfugt við það að ef fólk er lendir í gjaldþroti/nauðarsamningum þá má það ekki vera skráð fyrir einu né neinu í allavega 5 ár held ég að sé rétt, en í greiðsluaðlögun þá má fólk vera skráð áfram fyrir lánum,bílum,fasteignum og það á að geta farið á td. bílasölu og verslað sér bíl á láni ef það vill, þar liggur munurinn á greiðsluaðlögunarferlinu og gjaldþroti/nauðarsamningum.
Fruðulegt að það sé þá hægt að segja fólki upp vinnuni vegna þess að það er að reyna að bjarga sínum fjármálum vegna óviðráðanlegra aðstæðna í þjóðfélaginu, sem eru reyndar aðstæður sem bankarnir sjálfir sköpuðu!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.